Körfubolti

Ljúka LeBron James og félagar keppni í nótt?

LeBron James er með 42 stig að meðaltali í leik í einvíginu en fer í sumarfrí í nótt ef Cleveland tapar
LeBron James er með 42 stig að meðaltali í leik í einvíginu en fer í sumarfrí í nótt ef Cleveland tapar NordicPhotos/GettyImages

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers standa frammi fyrir gríðarlega erfiðu verkefni í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA.

Í kvöld tekur Cleveland á móti Orlando í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum en Orlando er yfir 3-1 í einvíginu.

Ef Orlando vinnur í kvöld, tryggir liðið sér sæti í lokaúrslitunum í annað sinn í 20 ára sögu félagsins.

Ekki er hægt að segja að einvígi liðanna að undanförnu og sagnfræðin séu á bandi Cleveland í einvíginu.

Orlando hefur unnið tíu af síðustu fjórtán leikjum liðanna í öllum keppnum og ef sagnfræðin er skoðuð kemur í ljós að lið sem komast í 3-1 í sjö leikja seríum fara áfram í 96% tilvika.

Orlando komst í lokaúrslit NBA árið 1995 þegar Shaquille O´Neal lék með liðinu, en þá var því sópað út af Hakeem Olajuwon og félögum í Houston 4-0.

Leikirnir í einvígi Cleveland og Orlando hafa flestir verið gríðarlega spennandi og úrslitin oftar en ekki ráðist á síðustu sekúndunum.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan hálfeitt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×