Innlent

Saga Film stefnir ÍNN

Ingvi Hrafn Jónsson hefur slegið í gegn með sjónvarpstöðinni ÍNN.
Ingvi Hrafn Jónsson hefur slegið í gegn með sjónvarpstöðinni ÍNN.

Framleiðslufyrirtækið Saga Film er búið að stefna sjónvarpsstöðinni ÍNN fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna skuldamáls.

Um er að ræða ágreining varðandi tækjaleigu. Sjónvarpsstöðin ÍNN mun meðal annars átt að hafa haft ljósabúnað á leigu. Deilt er um hversu lengi þeir eiga að hafa haft búnaðinn á leigu.

Fjárhæðin sem Saga Film krefst er á milli hundrað og tvöhundruð þúsund krónur.

Sjónvarpsstöðin ÍNN er að mestu í eigu sjónvarpsmannsins Ingva Hrafns Jónssonar en stöðin hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarna mánuði.

Fyrirtaka verður í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×