Innlent

Ingvi Hrafn Jónsson: Golíat að níðast á Davíð

Ingvi Hrafn Jónsson upplifir sig sem Davíð.
Ingvi Hrafn Jónsson upplifir sig sem Davíð.

„Í minni bók er þetta Golíat að níðast á Davíð," segir sjónvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson, einn af aðaleigendum sjónvarpstöðvarinnar ÍNN en Saga Film höfðaði skuldamál gegn þeim og krafðist 200 þúsund króna. Það gerðu þeir vegna meintra vangoldinna reikninga sem vörðuðu tækjaleigu en ÍNN fékk fyrirtækið til þess að setja upp ljósabúnað fyrir 800 þúsund krónur.

„Síðan fengu við bakreikning upp á 200 þúsund krónur þremur mánuðum síðar," segir Ingvi Hrafn telur að þeim beri engin skylda til þess að greiða þann reikning. Hann áréttar hinsvegar að sjónvarpstöðin greiði alltaf sína reikninga.

„Mér skilst reyndar að Golíat hafi látið kröfuna niður falla fyrr í dag," segir Ingvi sem og bætir við að hann kvíði engu aflsmuna þessara tveggja fyrirtækja. Hann segir að ÍNN sé á góðri siglingu og sjálfur geri hann sér vonir um að stöðin fái yfir 30 prósent áhorf í næstu áhorfskönnun.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.


Tengdar fréttir

Saga Film stefnir ÍNN

Framleiðslufyrirtækið Saga Film er búið að stefna sjónvarpsstöðinni ÍNN fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna skuldamáls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×