Fótbolti

Klaas-Jan Huntelaar er núna á leiðinni til AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klaas-Jan Huntelaar skoraði 8 mörk í 19 leikjum með Real Madrid.
Klaas-Jan Huntelaar skoraði 8 mörk í 19 leikjum með Real Madrid. Mynd/AFP

Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar mun að öllum líkindum fara til ítalska liðsins AC Milan ef heimildir ítalska blaðsins Gazzetta dello Sport eru réttar. AC Milan mun borga Real Madrid 15 milljónir evra fyrir þennan 26 ára gamla strák sem náði aðeins að spila 19 leiki með Real.

Klaas-Jan Huntelaar var á dögunum kominn langleiðina til þýska liðsins Stuttgart en ekkert varð þó af þeim skiptum.

Huntelaar hefur verið boðinn samningur til ársins 2013 með árslaun upp á 3 milljónir evra eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna á dag. Samningur Huntelaar og Real Madrid var einnig til ársins 2013 en spænska liðið keypti hann á 27 milljónir evra frá Ajax.

Klaas-Jan Huntelaar fær ágæta samkeppni hjá AC Milan en fyrir eru Brasilíumennirnir Ronaldinho og Pato auk Ítalanna Filippo Inzaghi og Marco Borriello.

AC Milan er ekki bara að fara að kaupa Huntelaar því ítalska liðið vill einnig næla í Luis Fabiano hjá Sevilla og Claudio Pizarro hjá Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×