Lífið

Hamingjusöm Hudson

Ánægð Jennifer Hudson segir sína fyrstu meðgöngu hafa gengið vel.
Ánægð Jennifer Hudson segir sína fyrstu meðgöngu hafa gengið vel.

Söng- og leikkonan Jennifer Hudson, sem eignaðist sitt fyrsta barn í sumar, segist njóta móður­hlutverksins. „Ég hef unun af því að nostra við barnið og dekra við það, mér finnst gaman að sjá annað fólk hamingjusamt og það er fátt yndislegra en að gleðja sitt eigið barn."

Drengurinn hlaut nafnið David Otunga í höfuðið á föður sínum og segir Hudson að henni hafi ekki þótt erfitt að halda óléttunni leyndri.

„Ég og David vorum eina fólkið sem vissum af óléttunni. Stundum gleymdi ég því að ég væri ólétt því þetta gekk allt svo vel, ég varð aldrei veik eða illt. Ég hugsaði með mér að best væri að þegja þar til óléttan kæmi upp um sig sjálf. Það sást ekki á mér fyrr en ég var komin sjö mánuði á leið þannig að þetta var allt mjög einfalt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.