Viðskipti erlent

Rolexúr Steve McQueen selt á 25 milljónir

Rolexúr sem áður var í eigu leikarans Steve McQueen seldist á uppboði fyrir yfir 25 milljónir kr. Verðið var nær tuttugufalt matsverð á úrinu en greinilegt var á uppboðinu að margir vildu eignast þetta úr sem fyrrum prýddi manninn sem hafði viðnefnið Konungur Kúlsins.

Fleiri munir úr eigu leikarans voru á sama uppboði og fóru á langt yfir matsverði sínu. Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk var Von Dutch mótorhjól kappans selt á fáheyrðu verði eða fyrir 36 milljónir kr. Og Heuer Monaco úr sem McQueen bar í myndinni Le Mans árið 1971 var slegið á 12 milljónir kr.

Það var uppboðsfyrirtækið Antiquorum sem hélt uppboðið á fyrrum eigum McQueen en samtal var þær slegnar á um 730 milljónir kr. Boðin streymdu inn úr salnum, í gegnum síma og net frá efnuðu fólki um víða veröld þar á meðal Hong KOng, Taiwan, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Rúmeníu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×