Innlent

Utanþingsstjórn nauðsynleg

Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta.

,,Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum," segir í tilkynningu.

Neyðarstjórn kvenna telur nauðsynlegt að tryggja þrískiptingu valdsins og utanþingsstjórn sem skipuð er fagfólki og sérfræðingum sem ekki sitja á þingi er kjörin leið til þess, að mati þeirra.

,,Til að tryggja lýðræðislegt fyrirkomulag er jafnframt nauðsynlegt að utanþingsstjórn sé skipuð jafnmörgum konum og körlum."

Neyðarstjórn kvenna var stofnuð í haust vegna þeirrar kreppu sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Neyðarstjórnin hefur það markmið að stuðla að uppbyggingu þjóðfélagsins þar sem í heiðri eru höfð viðhorf og gildi sem fela í sér virðingu fyrir manneskjunni, samfélaginu, lífinu, náttúrunni og umhverfinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×