Kalli Bjarni í æfingabúðum með glænýrri hljómsveit 30. júní 2009 06:00 Kalli Bjarni lýkur afplánun þann 2. ágúst næstkomandi og hyggst snúa aftur á tónlistarsviðið. fréttablaðið/Vilhelm „Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei." Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei."
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira