Lífið

Fá nemendur í lið með sér

Snorri og Ásmundur stýra svokölluðum masterclass fyrir nemendur Menntaskólans í Reykjavík.
Mynd/ásmundur
Snorri og Ásmundur stýra svokölluðum masterclass fyrir nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Mynd/ásmundur

Bræðurnir og listamennirnir Snorri og Ásmundur Ásmundssynir eru í hópi þeirra myndlistarmanna sem munu taka þátt í sjónlistarhátíðinni Sequences. Hátíðin hófst nú á föstudaginn og stendur til 7. nóvember.

Snorri og Ásmundur munu stýra svokölluðum masterclass fyrir nemendur Menntaskólans í Reykjavík, en langafi þeirra bræðra, Ólafur Dan Daníelsson, stofnaði stærðfræðideild skólans á sínum tíma. „Við ætlum að fara með nemendur út fyrir hið hefðbundna og venjulega og út á andlegar brautir. Við erum báðir krónískir óþekktarangar og viljum fá nemendur með okkur í lið,“ segir Snorri um námskeiðið. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir stýra námskeiði sem þessu en þeir héldu eitt slíkt á LUNGA fyrir tveimur árum og segir Snorri að mikil pressa hafi verið á þeim að endurtaka leikinn. Snorri segir þá bræður ekki hafa unnið mikið saman hingað til þrátt fyrir að vera í sömu starfsstétt. „Við vinnum ekki oft saman en þegar það gerist þá tekst það alltaf mjög vel, enda ólumst við upp saman og þekkjum hvor annan alltof vel,“ segir Snorri að lokum.

Hægt verður að skoða afrakstur námskeiðsins í húsi Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 7. nóvember. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.