Sigmundur og Guðjón farnir, forystumenn funda enn 27. janúar 2009 13:57 Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funda enn í Alþingishúsinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins mætti til fundar um fimm leytið en er nú farinn af fundinum. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins fundar nú með formönnum VG og Samfylkingar. Að fundi loknum ítrekaði Sigmundur Davíð við fréttamenn að Framsóknarflokkurinn styddi minnihlutastjórn VG og Samfylkingar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfirgaf fundinn um stundarsakir og þegar hún kom út sagði hún fréttamönnum að góður gangur væri í viðræðunum. Guðjón sagði að loknum fundinum að mikil vinna væri enn framundan. Gert er ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir verji væntanlega minnihlutastjórn falli. Búist er við tilkynningu frá formönnunum um klukkan sex eða hálfsjö. Þegar Ingibjörg ræddi við fréttamenn sagðist hún vera bjartsýn á að næðist saman á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eftir að Ingibjörg hvarf af fundinum kom Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingar inn á fundinn en hún vék af fundi þegar Ingibjörg sneri aftur. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sagði við fréttamenn að ætlunin væri að reyna að mynda ríkisstjórn og að taka eins skamman tíma og hægt er í það. Hann sagðist vonast til þess að þessir tveir flokkar næðu saman um málefnin enda væru svipaðar áherslur í mörgum málum. Þó væri alls óvíst hve langan tíma það muni taka að mynda ríkisstjórnina. Fyrir þennan fund hittist þingflokkur VG í Vonarstræti þar sem farið var yfir þau málefni sem flokkurinn ætlar að leggja áherslu á í viðræðunum. Þau Ingibjörg Sólrún, Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sitja fundinn fyrir hönd Samfylkginar. Fyrir hönd Vinstri grænna eru á fundinum auk Steingríms þau Ögmundur Jónasson þingflokksformaður og Katrín Jakobsdóttir varaformaður flokksins. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funda enn í Alþingishúsinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins mætti til fundar um fimm leytið en er nú farinn af fundinum. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins fundar nú með formönnum VG og Samfylkingar. Að fundi loknum ítrekaði Sigmundur Davíð við fréttamenn að Framsóknarflokkurinn styddi minnihlutastjórn VG og Samfylkingar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfirgaf fundinn um stundarsakir og þegar hún kom út sagði hún fréttamönnum að góður gangur væri í viðræðunum. Guðjón sagði að loknum fundinum að mikil vinna væri enn framundan. Gert er ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir verji væntanlega minnihlutastjórn falli. Búist er við tilkynningu frá formönnunum um klukkan sex eða hálfsjö. Þegar Ingibjörg ræddi við fréttamenn sagðist hún vera bjartsýn á að næðist saman á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eftir að Ingibjörg hvarf af fundinum kom Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingar inn á fundinn en hún vék af fundi þegar Ingibjörg sneri aftur. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sagði við fréttamenn að ætlunin væri að reyna að mynda ríkisstjórn og að taka eins skamman tíma og hægt er í það. Hann sagðist vonast til þess að þessir tveir flokkar næðu saman um málefnin enda væru svipaðar áherslur í mörgum málum. Þó væri alls óvíst hve langan tíma það muni taka að mynda ríkisstjórnina. Fyrir þennan fund hittist þingflokkur VG í Vonarstræti þar sem farið var yfir þau málefni sem flokkurinn ætlar að leggja áherslu á í viðræðunum. Þau Ingibjörg Sólrún, Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sitja fundinn fyrir hönd Samfylkginar. Fyrir hönd Vinstri grænna eru á fundinum auk Steingríms þau Ögmundur Jónasson þingflokksformaður og Katrín Jakobsdóttir varaformaður flokksins.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira