Forsetinn og Icesave 29. desember 2009 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið. Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið síðara er yfirlýsing forseta dags. 2. september 2009 þegar hann staðfesti frumvarp um ríkisábyrgð á greiðslum til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009. Í lögunum, sem víðtæk samstaða var um, voru margvíslegir fyrirvarar, m.a. um gildistíma ábyrgðarinnar, um efnahagsleg viðmið og niðurfellingu ábyrgðar ef þar til bær aðili úrskurðaði að íslenzka ríkið bæri ekki þá skyldu. Í yfirlýsingu forseta sagði síðan: „Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð." Með sérstakri vísan til fyrirvaranna ákvað forseti að staðfesta lögin. Í fyrri yfirlýsingu forseta er sérstaklega skírskotað til þess að ekki sé farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið um fjölmiðla í þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi hann ákveðið að synja lögunum staðfestingar. - Í síðari yfirlýsingunni er sérstaklega skírskotað til fyrirvara Alþingis og víðtækrar samstöðu um þá. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir telja andstæðingar þess að fyrirvarar núgildandi laga hafi í reynd verið felldir brott, en stuðningsmenn frumvarpsins andmæla og telja að enn séu þar viðhlítandi varnaglar. Án þess að það verði rætt hér, fer ekki milli mála að lítið hald virðist í því sem eftir kann að standa og raunar mikil óvissa um hverjar skuldbindingar Íslendingar taka á sig. Á þessari stundu er allt óvíst um afdrif Icesave-frumvarpsins, en á hvorn veg sem fer er ljóst að mjótt verður á munum. Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóðar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milliríkjamál, þannig að málin eru ekki sambærileg. Gjáin milli þings og þjóðar hefur hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir. Og nú er spurningin hvernig forseti bregzt við þegar kemur til kasta hans að staðfesta frumvarpið og þá höfð í huga framangreind viðbrögð hans. Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra - hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að lagaheimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Í stjórnarskrá Dana er svo mælt að 1/3 þingmanna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt svo sem nánar greinir í 42. gr., en þar eru lagafrumvörp til framkvæmdar á gildum skuldbindingum samkvæmt þjóðréttarsamningum undanskilin. Nú skal ekki fullyrt um það hvort greinin ætti samkvæmt orðum sínum við Icesave-málið ef hún gilti hér á landi, en hún sýnir eigi að síður að þjóðréttarskuldbindingar teljast almennt ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið. Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið síðara er yfirlýsing forseta dags. 2. september 2009 þegar hann staðfesti frumvarp um ríkisábyrgð á greiðslum til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009. Í lögunum, sem víðtæk samstaða var um, voru margvíslegir fyrirvarar, m.a. um gildistíma ábyrgðarinnar, um efnahagsleg viðmið og niðurfellingu ábyrgðar ef þar til bær aðili úrskurðaði að íslenzka ríkið bæri ekki þá skyldu. Í yfirlýsingu forseta sagði síðan: „Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð." Með sérstakri vísan til fyrirvaranna ákvað forseti að staðfesta lögin. Í fyrri yfirlýsingu forseta er sérstaklega skírskotað til þess að ekki sé farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið um fjölmiðla í þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi hann ákveðið að synja lögunum staðfestingar. - Í síðari yfirlýsingunni er sérstaklega skírskotað til fyrirvara Alþingis og víðtækrar samstöðu um þá. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir telja andstæðingar þess að fyrirvarar núgildandi laga hafi í reynd verið felldir brott, en stuðningsmenn frumvarpsins andmæla og telja að enn séu þar viðhlítandi varnaglar. Án þess að það verði rætt hér, fer ekki milli mála að lítið hald virðist í því sem eftir kann að standa og raunar mikil óvissa um hverjar skuldbindingar Íslendingar taka á sig. Á þessari stundu er allt óvíst um afdrif Icesave-frumvarpsins, en á hvorn veg sem fer er ljóst að mjótt verður á munum. Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóðar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milliríkjamál, þannig að málin eru ekki sambærileg. Gjáin milli þings og þjóðar hefur hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir. Og nú er spurningin hvernig forseti bregzt við þegar kemur til kasta hans að staðfesta frumvarpið og þá höfð í huga framangreind viðbrögð hans. Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra - hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að lagaheimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Í stjórnarskrá Dana er svo mælt að 1/3 þingmanna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt svo sem nánar greinir í 42. gr., en þar eru lagafrumvörp til framkvæmdar á gildum skuldbindingum samkvæmt þjóðréttarsamningum undanskilin. Nú skal ekki fullyrt um það hvort greinin ætti samkvæmt orðum sínum við Icesave-málið ef hún gilti hér á landi, en hún sýnir eigi að síður að þjóðréttarskuldbindingar teljast almennt ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál. Höfundur er lagaprófessor.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun