Kolastefnan Jeffrey Sachs skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Í ályktun Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál frá 1992 var kveðið á um að ríki skyldu forðast gjörðir sem gætu haft hættuleg áhrif á loftslagið. Engu síður heldur losun gróðurhúsalofttegunda áfram að aukast. Bandaríkin hafa reynst mesti dragbíturinn; þau neituðu að undirrita Kyoto-bókunina árið 1997 og hafa þverskallast við að koma böndum á útblástur heima fyrir. Í desember verður loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Kaupmannahöfn. Þar er ætlunin að komast að nýju samkomulagi í stað Kyoto-bókunarinnar. Enn og aftur er afstaða Bandaríkjanna helsta áhyggjuefnið. Loftslagsmál er enn mikið deiluefni í bandarískum stjórnmálum. Barack Obama hefur aftur á móti tækifæri til að brjóta pattstöðuna upp. Kolin ráðaÁri eftir að samningur SÞ var samþykktur reyndi Bill Clinton Bandaríkjaforseti að fá samþykkt lög um orkuskatta, sem hefðu stuðlað að því að Bandaríkin hefðu dregið úr notkun jarðefnaeldsneyta. Tillagan var ekki einungis blásin af heldur hratt hún af stað pólitískum mótvægisaðgerðum. Þegar Kyoto-bókunin var samþykkt árið 1997 hafði Clinton ekki einu sinni fyrir því að bera hana undir öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann vissi fullvel að henni yrði hafnað. George W. Bush hafnaði Kyoto-bókuninni alfarið í sinni forsetatíð og aðhafðist ekkert í loftslagsmálum.Aðgerðaleysi Bandaríkjanna á sér nokkrar skýringar - þar á meðal hugmyndafræði og fáfræði gagnvart vísindum - en þegar öllu er á botninn hvolft snúast þau fyrst og fremst um eitt: kol. Hvorki fleiri né færri en 25 ríki í Bandaríkjunum framleiða kol, sem skapar ekki aðeins tekjur, störf og skatttekjur, heldur sér þeim einnig fyrir stórum hluta af orkuþörf þeirra.Losun kolefna í kolaríkjum Bandaríkjanna miðað við höfðatölu er langt yfir meðaltal á landsvísu. Þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum beinast fyrst og fremst gegn minni kolanotkun - kolefnasríkasta eldsneytinu - óttast kolaríkin í Bandaríkjunum sérstaklega um efnahagslegar afleiðingar af útblásturskvótum (en olíu- og bílaiðnaðurinn fylgja fast á hæla þeirra). Þrátefli á þingiStjórnsýslan í Bandaríkjunum skapar líka vandamál. Til að samþykkja alþjóðlega bókun eða samning verða 67 af 100 öldungadeildarþingmönnum að greiða atkvæði með henni - sem er svo gott sem ómögulegt. Repúblikanaflokkurinn ræður yfir 40 sætum, sem eru skipuð of mörgum harðlínumönnum til að hægt sé að ná 67 atkvæða lágmarkinu. Í Demókrataflokknum má líka finna fulltrúa kola- og olíuríkja, sem ólíklegt er að styðji róttækar aðgerðir í útblástursmálum.Hugmyndin að þessu sinni er því að reyna að komast hjá 67 atkvæða hindruninni, að minnsta kosti til að byrja með, með því að leggja áherslu á innanlandslöggjöf í stað alþjóðlegrar bókunar. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þurfa landslög (ólíkt alþjóðlegum sáttmálum) aðeins hreinan meirihluta atkvæða í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins, til að vera vísað til undirritunar forseta. Það er nokkuð öruggt að að minnsta kosti fimmtíu myndu greiða atkvæði með frumvarpi um loftslagsmál. Gæti orðið málþófi að bráðAndstæðingar málsins geta hins vegar hótað málþófi, sem ekki er hægt að kveða niður nema 60 þingmenn samþykki að frumvarpið verði lagt undir atkvæði. Ef ekki getur frumvarpið dagað uppi, jafnvel þótt hreinn meirihluti sé fyrir því. Það eru góðar líkur á að það myndi gerast með frumvarp um loftlagsbreytingar; það er alltént við ramman reip að draga að tryggja því máli 60 atkvæði.Stjórnmálaskýrendur vita að úrslitin munu velta á hugmyndafræði einstakra þingmanna, kosningahegðun í einstaka ríkjum og hversu mikið ákveðin ríki reiða sig á kol samanborið við aðra orkugjafa. Með hliðsjón af þessu telur einn skýrandi að 50 demókratar segi já, 34 repúblikanar segi nei, en óvíst sé um 16 atkvæði. Tíu af óvissuatkvæðunum eru demókratar, aðallega úr kolaríkjum; hin sex eru rebúblikanar sem mögulega gætu lagst á sveif með forsetanum og meirhluta repúblikana í þessu máli. Kína, Indland og BandaríkinÞar til nýlega héldu margir að Kína og Indland myndu öðrum fremur láta sitt eftir liggja í samningaviðræðunum um aðgerðir í loftlagsmálum. Kína hefur hins vegar tilkynnt um stórtækar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis á sviði sólarorku, vindorku, kjarnorku og kolefnisbindingu.Indverjar kveðast reiðubúnir að ráðast í heildstæða aðgerðaráætlun á landsvísu í átt að sjálfbærum orkubúskap. Þetta setur aukna pressu á Bandaríkin til að bregðast við. Þegar þróunarlönd hafa lýst yfir að þau muni ekki láta sitt eftir liggja, getur verið að öldungadeild Bandaríkjaþings verði síðasta ljónið á vegi alþjóðlegs samkomulags í loftlagsmálum?Obama hefur úrræði til að koma Bandaríkjunum í samfélag þjóðanna í loftlagsmálum. Í fyrsta lagi er hann að semja við þingmenn sem gjalda varhug við hugmyndunum, um að milda afleiðingarnar fyrir kolaríkin og auka fjárfestingar í rannsóknir og þróun á vistvænum orkugjöfum.Í öðru lagi getur hann fyrirskipað Umhverfisverndarstofnun að taka upp stjórnsýslueftirlit fyrir kolaver og bílaframleiðendur, jafnvel þótt þingið hafi ekki samþykkt nýja löggjöf. Stjórnsýslueftirlitið gæti jafnvel reynst mikilvægara en löggjöfin. Bandaríkin taki á sig röggPólitíkin á Bandaríkjaþingi ætti ekki að bjaga heildarmyndina: Bandaríkin hafa hagað sér með óábyrgum hætti síðan samkomulagið um loftslagsmál var samþykkt árið 1992. Þau bera höfuðábyrgð í loftlagsmálum til þessa dags en hafa komið fram án nokkurrar ábyrgðartilfinningar gagnvart eigin landsmönnum, umheiminum og komandi kynslóðum.Þingmenn úr kolaríkjunum ættu líka að vita upp á sig sökina. Vissulega þarf að rétta ríkjum þeirra hjálparhönd, en það ætti ekki að leyfa sérhagsmunum að stefna framtíð plánetunnar sem við búum á í voða. Það er kominn tími til að Bandaríkin gangi í heimsfjölskylduna.Höfundur er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í ályktun Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál frá 1992 var kveðið á um að ríki skyldu forðast gjörðir sem gætu haft hættuleg áhrif á loftslagið. Engu síður heldur losun gróðurhúsalofttegunda áfram að aukast. Bandaríkin hafa reynst mesti dragbíturinn; þau neituðu að undirrita Kyoto-bókunina árið 1997 og hafa þverskallast við að koma böndum á útblástur heima fyrir. Í desember verður loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Kaupmannahöfn. Þar er ætlunin að komast að nýju samkomulagi í stað Kyoto-bókunarinnar. Enn og aftur er afstaða Bandaríkjanna helsta áhyggjuefnið. Loftslagsmál er enn mikið deiluefni í bandarískum stjórnmálum. Barack Obama hefur aftur á móti tækifæri til að brjóta pattstöðuna upp. Kolin ráðaÁri eftir að samningur SÞ var samþykktur reyndi Bill Clinton Bandaríkjaforseti að fá samþykkt lög um orkuskatta, sem hefðu stuðlað að því að Bandaríkin hefðu dregið úr notkun jarðefnaeldsneyta. Tillagan var ekki einungis blásin af heldur hratt hún af stað pólitískum mótvægisaðgerðum. Þegar Kyoto-bókunin var samþykkt árið 1997 hafði Clinton ekki einu sinni fyrir því að bera hana undir öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann vissi fullvel að henni yrði hafnað. George W. Bush hafnaði Kyoto-bókuninni alfarið í sinni forsetatíð og aðhafðist ekkert í loftslagsmálum.Aðgerðaleysi Bandaríkjanna á sér nokkrar skýringar - þar á meðal hugmyndafræði og fáfræði gagnvart vísindum - en þegar öllu er á botninn hvolft snúast þau fyrst og fremst um eitt: kol. Hvorki fleiri né færri en 25 ríki í Bandaríkjunum framleiða kol, sem skapar ekki aðeins tekjur, störf og skatttekjur, heldur sér þeim einnig fyrir stórum hluta af orkuþörf þeirra.Losun kolefna í kolaríkjum Bandaríkjanna miðað við höfðatölu er langt yfir meðaltal á landsvísu. Þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum beinast fyrst og fremst gegn minni kolanotkun - kolefnasríkasta eldsneytinu - óttast kolaríkin í Bandaríkjunum sérstaklega um efnahagslegar afleiðingar af útblásturskvótum (en olíu- og bílaiðnaðurinn fylgja fast á hæla þeirra). Þrátefli á þingiStjórnsýslan í Bandaríkjunum skapar líka vandamál. Til að samþykkja alþjóðlega bókun eða samning verða 67 af 100 öldungadeildarþingmönnum að greiða atkvæði með henni - sem er svo gott sem ómögulegt. Repúblikanaflokkurinn ræður yfir 40 sætum, sem eru skipuð of mörgum harðlínumönnum til að hægt sé að ná 67 atkvæða lágmarkinu. Í Demókrataflokknum má líka finna fulltrúa kola- og olíuríkja, sem ólíklegt er að styðji róttækar aðgerðir í útblástursmálum.Hugmyndin að þessu sinni er því að reyna að komast hjá 67 atkvæða hindruninni, að minnsta kosti til að byrja með, með því að leggja áherslu á innanlandslöggjöf í stað alþjóðlegrar bókunar. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þurfa landslög (ólíkt alþjóðlegum sáttmálum) aðeins hreinan meirihluta atkvæða í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins, til að vera vísað til undirritunar forseta. Það er nokkuð öruggt að að minnsta kosti fimmtíu myndu greiða atkvæði með frumvarpi um loftslagsmál. Gæti orðið málþófi að bráðAndstæðingar málsins geta hins vegar hótað málþófi, sem ekki er hægt að kveða niður nema 60 þingmenn samþykki að frumvarpið verði lagt undir atkvæði. Ef ekki getur frumvarpið dagað uppi, jafnvel þótt hreinn meirihluti sé fyrir því. Það eru góðar líkur á að það myndi gerast með frumvarp um loftlagsbreytingar; það er alltént við ramman reip að draga að tryggja því máli 60 atkvæði.Stjórnmálaskýrendur vita að úrslitin munu velta á hugmyndafræði einstakra þingmanna, kosningahegðun í einstaka ríkjum og hversu mikið ákveðin ríki reiða sig á kol samanborið við aðra orkugjafa. Með hliðsjón af þessu telur einn skýrandi að 50 demókratar segi já, 34 repúblikanar segi nei, en óvíst sé um 16 atkvæði. Tíu af óvissuatkvæðunum eru demókratar, aðallega úr kolaríkjum; hin sex eru rebúblikanar sem mögulega gætu lagst á sveif með forsetanum og meirhluta repúblikana í þessu máli. Kína, Indland og BandaríkinÞar til nýlega héldu margir að Kína og Indland myndu öðrum fremur láta sitt eftir liggja í samningaviðræðunum um aðgerðir í loftlagsmálum. Kína hefur hins vegar tilkynnt um stórtækar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis á sviði sólarorku, vindorku, kjarnorku og kolefnisbindingu.Indverjar kveðast reiðubúnir að ráðast í heildstæða aðgerðaráætlun á landsvísu í átt að sjálfbærum orkubúskap. Þetta setur aukna pressu á Bandaríkin til að bregðast við. Þegar þróunarlönd hafa lýst yfir að þau muni ekki láta sitt eftir liggja, getur verið að öldungadeild Bandaríkjaþings verði síðasta ljónið á vegi alþjóðlegs samkomulags í loftlagsmálum?Obama hefur úrræði til að koma Bandaríkjunum í samfélag þjóðanna í loftlagsmálum. Í fyrsta lagi er hann að semja við þingmenn sem gjalda varhug við hugmyndunum, um að milda afleiðingarnar fyrir kolaríkin og auka fjárfestingar í rannsóknir og þróun á vistvænum orkugjöfum.Í öðru lagi getur hann fyrirskipað Umhverfisverndarstofnun að taka upp stjórnsýslueftirlit fyrir kolaver og bílaframleiðendur, jafnvel þótt þingið hafi ekki samþykkt nýja löggjöf. Stjórnsýslueftirlitið gæti jafnvel reynst mikilvægara en löggjöfin. Bandaríkin taki á sig röggPólitíkin á Bandaríkjaþingi ætti ekki að bjaga heildarmyndina: Bandaríkin hafa hagað sér með óábyrgum hætti síðan samkomulagið um loftslagsmál var samþykkt árið 1992. Þau bera höfuðábyrgð í loftlagsmálum til þessa dags en hafa komið fram án nokkurrar ábyrgðartilfinningar gagnvart eigin landsmönnum, umheiminum og komandi kynslóðum.Þingmenn úr kolaríkjunum ættu líka að vita upp á sig sökina. Vissulega þarf að rétta ríkjum þeirra hjálparhönd, en það ætti ekki að leyfa sérhagsmunum að stefna framtíð plánetunnar sem við búum á í voða. Það er kominn tími til að Bandaríkin gangi í heimsfjölskylduna.Höfundur er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun