Tegundum í hættu fjölgar 4. nóvember 2009 02:45 Nefapi á Borneó Nefaparnir á Borneó eru einungis um þúsund talsins. fréttablaðið/AP Í skógum Panama fannst fyrir tveimur árum sérkennileg frosktegund sem getur flogið. Þessir froskar eru í útrýmingarhættu, rétt eins og þúsundir annarra dýra- og jurtategunda jarðarinnar. Fjallamúsin í Madagaskar er einnig á lista Alþjóðlega dýraverndunarsambandsins, sem fylgist grannt með stöðu tegundanna. Sömu sögu er að segja um sérstæða eðlutegund á Filippseyjum, sem er gædd þeim hæfileika að geta gengið á vatni. Í ár kannaði sambandið stöðu 47.677 tegunda, en af þeim reyndist 17.291 tegund vera í útrýmingarhættu, um 36 prósent af heildarfjöldanum. Meira en fimmta hver spendýrategund, yfir fjórðungur allra skriðdýrategunda og um sjötíu prósent jurtategunda eru á þessum „rauða lista", sem sambandið gefur út árlega. Froskurinn fleygi Hann er gæddur hæfileika til að láta sig svífa niður á jörðina ofan úr trjátoppunum í Panama.fréttablaðið/AP Aldrei hafa fleiri tegundir verið á þessum lista, en frá síðasta ári bættust 2.800 tegundir við þær sem fyrir töldust í útrýmingarhættu. Eina spendýrið sem bættist á listann í ár er Austur-Voalavo-músin, lítið nagdýr sem hefst við í skógi vöxnu fjalllendi Madagaskar. Hún er í hættu vegna skógareyðingar, sem bændur þar stunda grimmt. Froskurinn fljúgandi er sömuleiðis í hættu vegna skógareyðingar í Panama, en vatnaeðlan á Filippseyjum er á listanum vegna þess að hún er veidd, bæði til matar og til nota sem gæludýr. Meðal dýrategunda sem fyrir voru á listanum eru tígrisdýrin, sem líklega eru ekki nema 3.200 talsins lengur, að undanskildum þeim sem geymd eru í dýragörðum víða um heim. Á hverju ári færist nokkur fjöldi tegunda af listanum yfir á annan lista, sem er yfir útdauðar dýrategundir. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Í skógum Panama fannst fyrir tveimur árum sérkennileg frosktegund sem getur flogið. Þessir froskar eru í útrýmingarhættu, rétt eins og þúsundir annarra dýra- og jurtategunda jarðarinnar. Fjallamúsin í Madagaskar er einnig á lista Alþjóðlega dýraverndunarsambandsins, sem fylgist grannt með stöðu tegundanna. Sömu sögu er að segja um sérstæða eðlutegund á Filippseyjum, sem er gædd þeim hæfileika að geta gengið á vatni. Í ár kannaði sambandið stöðu 47.677 tegunda, en af þeim reyndist 17.291 tegund vera í útrýmingarhættu, um 36 prósent af heildarfjöldanum. Meira en fimmta hver spendýrategund, yfir fjórðungur allra skriðdýrategunda og um sjötíu prósent jurtategunda eru á þessum „rauða lista", sem sambandið gefur út árlega. Froskurinn fleygi Hann er gæddur hæfileika til að láta sig svífa niður á jörðina ofan úr trjátoppunum í Panama.fréttablaðið/AP Aldrei hafa fleiri tegundir verið á þessum lista, en frá síðasta ári bættust 2.800 tegundir við þær sem fyrir töldust í útrýmingarhættu. Eina spendýrið sem bættist á listann í ár er Austur-Voalavo-músin, lítið nagdýr sem hefst við í skógi vöxnu fjalllendi Madagaskar. Hún er í hættu vegna skógareyðingar, sem bændur þar stunda grimmt. Froskurinn fljúgandi er sömuleiðis í hættu vegna skógareyðingar í Panama, en vatnaeðlan á Filippseyjum er á listanum vegna þess að hún er veidd, bæði til matar og til nota sem gæludýr. Meðal dýrategunda sem fyrir voru á listanum eru tígrisdýrin, sem líklega eru ekki nema 3.200 talsins lengur, að undanskildum þeim sem geymd eru í dýragörðum víða um heim. Á hverju ári færist nokkur fjöldi tegunda af listanum yfir á annan lista, sem er yfir útdauðar dýrategundir. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira