Innlent

Líffæragjafar fá fjárhagsaðstoð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.
Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp um réttindi líffæragjafa sem tryggir þeim  tímabundna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar. Samkvæmt frumvarpinu skal greiðsla til þeira nema rúmum 134 þúsund krónum á mánuði.

Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, lagði frumvarpið fram í desember 2008.

Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en einungis 34 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og 29 voru fjarverandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×