Selja eigur sínar og halda út í heim 7. nóvember 2009 02:00 Frjálsar sem fuglinn Aníta Björnsdóttir (á mynd) og Ása Rán Einarsdóttir leggja af stað út í heim á vit ævintýranna. Þær hættu í vinnu sinni og selja allar eigur sínar. Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. „Þetta byrjaði allt með svifvængjafluginu. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað gerist þegar maður flýgur, en heimurinn og hvernig maður skynjar hann breytist. Maður verður frjáls eins og fuglinn. Við vorum að velta fyrir okkur þessari frelsistilfinningu og í kjölfarið fórum við að spá í hversu misfrjálst fólk er og hvernig fólk túlkar frelsi. Þetta varð svo grunnurinn að verkefninu," útskýrir Ása. Hún segir það hafa verið lítið mál að taka þá ákvörðun að halda út í óvissuna. „Fjárhagslega er þetta svolítið erfitt, en það var ekki erfið ákvörðun að fara. Það er ákveðinn léttir að losa sig við alla þessa óþarfa muni sem maður hefur sankað að sér í gegnum tíðina, þó að það sé erfitt að láta frá sér einstaka hluti." Stúlkurnar halda út í byrjun desember og verður Nepal fyrsti áfangastaður þeirra og þaðan halda þær meðal annars til Indlands, Ástralíu og Austur-Evrópu. „Samhliða fluginu ætlum við að hitta konur í hverju landi og gefa þeim tækifæri á að ávarpa heiminn í gegnum teikningar, ljóð, bréf eða myndir. Við notum svo þetta efni til að setja upp sýningar á þeim stöðum sem við komum til," segir Ása. Áætlað er að Ása og Anita snúi heim næsta sumar og setji upp sýningu á verkefninu áður en þær halda aftur út í hinn stóra heim. Stúlkurnar eru að leita eftir styrktaraðilum fyrir verkefnið og segir Ása að þær geti unnið eitthvað í skiptum. „Við erum báðar menntaðir grafískir hönnuðir þannig við getum tekið að okkur verkefni fyrir mögulega styrktaraðila." Hægt er að fylgjast með verkefninu á vefsíðunni www.theflyingeffect.wordpress.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. „Þetta byrjaði allt með svifvængjafluginu. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað gerist þegar maður flýgur, en heimurinn og hvernig maður skynjar hann breytist. Maður verður frjáls eins og fuglinn. Við vorum að velta fyrir okkur þessari frelsistilfinningu og í kjölfarið fórum við að spá í hversu misfrjálst fólk er og hvernig fólk túlkar frelsi. Þetta varð svo grunnurinn að verkefninu," útskýrir Ása. Hún segir það hafa verið lítið mál að taka þá ákvörðun að halda út í óvissuna. „Fjárhagslega er þetta svolítið erfitt, en það var ekki erfið ákvörðun að fara. Það er ákveðinn léttir að losa sig við alla þessa óþarfa muni sem maður hefur sankað að sér í gegnum tíðina, þó að það sé erfitt að láta frá sér einstaka hluti." Stúlkurnar halda út í byrjun desember og verður Nepal fyrsti áfangastaður þeirra og þaðan halda þær meðal annars til Indlands, Ástralíu og Austur-Evrópu. „Samhliða fluginu ætlum við að hitta konur í hverju landi og gefa þeim tækifæri á að ávarpa heiminn í gegnum teikningar, ljóð, bréf eða myndir. Við notum svo þetta efni til að setja upp sýningar á þeim stöðum sem við komum til," segir Ása. Áætlað er að Ása og Anita snúi heim næsta sumar og setji upp sýningu á verkefninu áður en þær halda aftur út í hinn stóra heim. Stúlkurnar eru að leita eftir styrktaraðilum fyrir verkefnið og segir Ása að þær geti unnið eitthvað í skiptum. „Við erum báðar menntaðir grafískir hönnuðir þannig við getum tekið að okkur verkefni fyrir mögulega styrktaraðila." Hægt er að fylgjast með verkefninu á vefsíðunni www.theflyingeffect.wordpress.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira