Gengi Storebrand hrapar eftir viðræðuslit um samruna 26. mars 2009 09:11 Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira