Lífið

Víkingur vígir flygil

Víkingur Heiðar.
Víkingur Heiðar.
Á morgun og fimmtudag verður tekinn í notkun nýr flygill í Selinu á Stokkalæk á Rangárvöllum. Þetta er nýr Steinway flygill og verður hljóðfærið vígt með tvennum tónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara. Flygilinn valdi Víkingur Heiðar á liðnu sumri eftir langa leit í London og Hamborg.

Á efnisskrá tónleikanna verða meðal annars fluttar útsetningar Víkings Heiðars á íslenskum sönglögum og útsetningar Snorra Sigfúsar Birgissonar tónskálds á íslenskum þjóðlögum auk verka eftir Bach, Bartok, Debussy og Chopin. Miðapantanir eru í síma 487 5512 eða 864 5870, en báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.

Í framhaldi þessara tónleika mun Víkingur Heiðar halda masterklass-námskeið í Selinu á Stokkalæk 16.-18. október og verður þar með átta lengra komna nemendur sem flestir stefna að þátttöku í EPTA-píanókeppninni í Salnum í Kópavogi 4.-8. nóvember næstkomandi. Nemendurnir fá daglega einkatíma og fær hver þeirra sitt hljóðfæri til æfinga. Námskeiðið er opið áheyrendum og í lok þess, sunnudaginn 18. október kl. 19, verða sérstakir nemendatónleikar.

Aðgangur er ókeypis og nánari upplýsingar um námskeiðið má finna í fréttum á vef tónlistarsetursins, stokkalækur.is.- pbb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.