Formúla 1

F1: Kærumál líkleg og íslenskur dómari

Ólafur ferðaðist til Ástralíu í nýrri þotu Airbus sem er mikið og stórt verkfæri.
Ólafur ferðaðist til Ástralíu í nýrri þotu Airbus sem er mikið og stórt verkfæri. mynd: kappakstur.is
Allt stefnir í kærumál fyrir fyrsta Formúlu 1 mót ársins og íslenskur dómari, Ólafur Guðmundsson mun koma við sögu.

Ólafur er einn þriggja dómara FIA á mótnu í Melbourne í Ástralíu sem fram fer um helgina. Á fimmtudaginn er skoðun keppnisbíla og eftir hana ræðst hvort bílar Toyota, Brawn og Williams verða dæmdir löglegir.

Ef það verður niðurstaðan, þá hyggjast nokkur lið taka sig saman og kæra búnað liðanna formlega. Þau telja að loftdreifar svokallaðir aftan á bílunum sé ekki í samræmi við reglur.

FIA hefur þegar gefið það út að ef lið hafi eitthvað við aðra bíla að athuga, þá verði liðin að kæra. Charlie Whiting hjá FIA telur bílanna löglega og að keppnislið hafi haft langan tíma til að gera athugasemdir.

Segja má að umræðan setji svartan blett á fyrsta mót ársins, en mikil spenna er fyrir keppnina í Ástralíu. Ekki síst vegna þess að meira jafnræði er talið verða á milli keppnisliða.

Ólafur telur líklegt að kærumál sé í uppsiglingu. Sjá nánar um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×