Lífið

Hittast í jóga og danskennslu

Hrekkjavökukaffi Hópurinn hittist á sunnudaginn og hélt þá lítið hrekkjavökukaffi.
Hrekkjavökukaffi Hópurinn hittist á sunnudaginn og hélt þá lítið hrekkjavökukaffi.

Brú milli menningarheima er verkefni á vegum Hins hússins sem vinnur gegn einangrun ungra innflytjenda hér á landi auk þess að kynna íslenskt samfélag fyrir ungu fólki og aðstoða það við að mynda hér félagslegt net. Vikulega hittist hópur af fólki frá öllum heimshornum og tekur þátt í ýmsum skemmtilegum viðburðum eins og jóga, danskennslu, tónleikum og matargerð.

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir stýrir verkefninu og segir félagsstarfið fólki að kostnaðarlausu. „Við vinnum með ungu fólki á aldrinum sextán til tuttugu og fimm ára og eru þau frá öllum heimsálfum. Við hittumst á sunnudagseftirmiðdögum og gerum eitthvað skemmtilegt saman, höldum matarboð, förum í jóga eða dönsum. Það fer bara svolítið eftir því hvað hópurinn vill gera hverju sinni," segir Ragnheiður Harpa og tekur fram að Íslendingum sé velkomið að taka þátt í starfinu. „Krakkar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa verið duglegir að mæta og taka þátt í hinum ýmsu viðburðum með okkur. Markmið verkefnisins er að stuðla að vinasambandi sem nær út fyrir hina skipulögðu dagskrá."

Hægt er að skoða dagskrána á bloggsíðu hópsins www.isbruin.blogspot.com eða á Facebook-síðu hópsins. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.