Fótbolti

Henry: Írar munu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana

Ómar Þorgeirsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. Nordic photos/AFP

Framherjinn Thierry Henry varar liðsfélaga sína í franska landsliðinu við því að erfiðasti hjallinn sé enn eftir í kvöld þegar Frakkland mætir Írlandi í seinni umspilsleik þjóðanna í París um laust sæti á HM næsta sumar.

Frakkar standa vel að vígi eftir 0-1 sigur í Dyflinni í fyrri leiknum á dögunum en Henry segir að Frakkar megi ekki við því að mæta með hangandi haus í leikinn.

„Það erfiðasta er eftir og það er að klára verkið. Staðan er 0-0 í upphafi og við þurfum að spila til sigurs eins og um stakan úrslitaleik sé að ræða. Írar munu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana og ég á von á því að þeir muni gera allt sitt til þess að komast áfram og við þurfum því að vera tilbúnir í bardaga," var haft eftir Henry á blaðamannafundi fyrir leikinn mikilvæga í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×