Innlent

Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett. Mynd/Teitur Jónasson
Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur.

Aðalmeðferð stóð frá því í febrúar fyrr á þessu ári en talsvert var fjallað um málið í ágúst 2008 þegar Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað að maðurinn yrði áfram í nálgunarbanni gagnvart konunni. Áður hafði hann setið í gæsluvarðhaldi og verið úrskurðaður í hálfs árs nálgunarbann vegna málsins.

Rannsókn málsins teygði anga sína út fyrir landsteinana, meðal annars til þriggja Norðurlanda, og var ákæra loks gefin út gegn manninum 15. janúar í 15 liðum.

Maðurinn beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi á árunum 2006 til 2008 en myndir og myndbönd sýna merki um miklar barsmíðar. Hluti ofbeldisins fólst í því að hann fékk ókunnuga karlmenn sem stundum voru fleiri en einn til að eiga samræði við konuna gegn hennar vilja. Þetta ljósmyndaði hann eða tók upp á myndband.

Í dómsorðum segir að brot mannsins eiga sér enga hliðstæðu í réttarframkvæmd hér á landi og að hann eigi sér engar málsbætur.

„Braut ákærði markvisst niður mótstöðuafl sambýliskonu sinnar og gerði hana sér undirgefna. Af ótta við barsmíðarnar tók hún þátt í kynlífsathöfnum með fjölmörgum mönnum sem hún ekki þekkti. Var háttsemi ákærða einkar ófyrirleitinn."


Tengdar fréttir

Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu

Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar.

Fær ekki að vitna í grófu ofbeldismáli

Hæstiréttur meinaði fyrr í mánuðinum barnsmóður og fyrrum sambýliskonu meints ofbeldismanns að vitna í máli gegn honum. Maðurinn er talinn hafa beitt aðra konu sem hann bjó með grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á fjögurra ára tímabili.

Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum

,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi."

Íþyngjandi að mega ekki beita ofbeldi

Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram.

Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni.

Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Lögmaður: Rauf ekki nálgunarbannið

Maður sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi braut ekki sex mánaða nálgunarbann sitt gagnvart konunni, að sögn Hilmars Ingimundarson verjanda mannsins.

Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað

Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar.

Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar

Björn Bjarnason segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan fengi vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar.

Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni

Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×