Lífið

Söngvaseiður í 50. sinn

Leikarar og söngvarar í Söngvaseið hafa tekið þátt í fimmtíu sýningum í Borgarleikhúsinu.
Leikarar og söngvarar í Söngvaseið hafa tekið þátt í fimmtíu sýningum í Borgarleikhúsinu.

Mikið var um dýrðir í hléinu á Söngvaseið á fimmtudagskvöld þegar leikarar og söngvarar héldu upp á fimmtugustu sýninguna í Borgarleikhúsinu.

Þátttakendunum í sýningunni var komið í opna skjöldu þegar boðið var upp á glæsilega afmælistertu í hléinu. Krakkarnir og hinir sem eldri voru gæddu sér á kræsingunum á meðan hvíld voru lúin bein og allir voru að sjálfsögðu hæstánægðir með uppátækið. Krakkarnir fengu einnig afhentan geisladisk með lögum úr söngleiknum sem var tekinn upp í sumar en mikil eftirvænting hafði ríkt í hópnum eftir því að fá gripinn í hendurnar. Söngvaseiður var frumsýndur 8. maí og hefur notið gífurlegra vinsælda. Ljóst er að söngleikurinn verður sýndur fram að jólum í Borgarleikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.