Þjóðverjinn Sebastien Vettel verður fremstur á ráspól í enska kappakstrinum á Silverstone-brautinni á morgun eftir að hafa borið sigur úr býtum í tímatökunum í dag.
Þetta er í þriðja skiptið á tímabilinu sem Vettel er fremstur á ráspól. Bretinn Jenson Button sem hefur myndarlega forystu í stigakeppni ökuþóra náði sjötta besta tímanum. Það er hans versti árangur í tímatökum á árinu.
Vettel ekur á Red Bull-bifreið en liðsfélagi Button hjá Brawn, Rubens Barrichello, verður við hlið Vettell á ráspólnum á morgun.
Mark Webber var þriðji og Jarno Trulli fjórði í dag.
Formúla 1