Innlent

Þráinn Bertelsson braut kosningalög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þráinn Bertelsson braut kosningalög þegar að hann kaus í dag.
Þráinn Bertelsson braut kosningalög þegar að hann kaus í dag.

Þráinn Bertelsson, efsti maður á lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, braut kosningalög þegar að hann greiddi atkvæði í dag. Þegar Þráinn skilaði atkvæði sínu í kjörkassann gerði hann merki listans með fingrunum.

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að ólöglegt sé að vera með áróður á kjörstað. Enginn munur sé á því að gera merki með höndunum líkt og Þráinn gerði eða bera barmmerki á kjörstað.

Í 117. grein laga um kosningar til Alþingis kemur fram að óheimilt sé að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með ræðuhöldum, prentuðum eða skriflegum ávörpum eða auglýsingum, með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum, þ.e. í kjörfundarstofu, kjörklefa eða annars staðar í eða á þeim húsakynnum þar sem kosning fer fram, svo og í næsta nágrenni.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Þráni Bertelssyni hefur fréttastofu ekki tekist að ná tali af honum. Kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar sagði að fréttamaður gæti náð tali af Þráni síðar í kvöld.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×