Lífið

Býður Arnari og Ívari á pósunámskeið

Svona á að gera þetta Olga og Magnús Þór standa fyrir vikulegum pósunámskeiðum í World Class. Fréttablaðið/Stefán
Svona á að gera þetta Olga og Magnús Þór standa fyrir vikulegum pósunámskeiðum í World Class. Fréttablaðið/Stefán

„Ég er búinn að bjóða þeim – ég myndi vilja fá þá á námskeið. Það þurfa allir á þessu að halda,“ segir vaxtarræktartröllið Magnús Þór Samúelsson og á þar við aðra risa; próteinbarónana Arnar Grant og Ívar Guðmunds.

Magnús og Olga Ósk Ellertsdóttir, kærasta hans, standa fyrir vikulegum pósunámskeiðum fyrir vaxtarræktarfólk í World Class. Arnar og Ívar hafa ekki enn þá mætt á námskeið, en Magnús býst við að þeir mæti á endanum.

Er ekki nóg að vera vöðvastæltur, þarf maður að læra að beita byssunum?

„Já, massaðasti maðurinn getur verið minnsti maðurinn á sviðinu, ef hann kann ekki að sýna vöðvana,“ segir Magnús Þór. „Menn læra að sýna það besta sem þeir hafa og fela gallana.“

Magnús Þór og Olga Ósk taka að sér hvort sitt kynið, hann sér um strákana og hún sér um stelpurnar. „Hún kennir þeim labbið og stöðuna sem stelpurnar þurfa að læra ásamt ráðleggingum um bikiní og annan klæðnað,“ segir hann. „Strákarnir eru aðeins flóknari, það þarf að hnykla vöðvana rétt. Það eru sjö skyldustöður sem þarf að taka og svo er rútína – ég fer yfir hana líka.“

Magnús segir að allir sem ætli að keppa í vaxtarrækt njóti góðs af námskeiðinu, byrjendur og lengra komnir. „Það er alltaf hægt að betrumbæta. Ég sé kannski eitthvað sem keppendurnir sjá ekki sjálfir,“ segir hann.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.