Viðskipti erlent

Breskir stórmarkaðir komnir í kampavínsstríð

Breskir stórmarkaðir eru komnir í verðstríð á kampavíni nú þegar jólaösin er farin í gang af alvöru. Waitrose, Sainsbury´s og Co-op hafa allir tilkynnt um allt að 50% afslátt á því kampavíni sem þessir stórmarkaðir hafa til sölu.

Í frétt um málið á vefsíðu RetailWeek segir að Waitrose hafi lækkað um 50% verð sitt á 2004 árganginum af Duval-Leroy Blanc de Blancs og kostar flaskan nú 14.99 pund eða rúmar 3.000 kr.

Sainsbury´s hefur lækkað verðið á Etienne Dumont Brut Champagne úr 27.99 pundum og niður í 15.99 pund og ef kassi með sex flöskum er keyptur er 25% afsláttur í viðbót í boði sem setur flöskuverðið niður í 11.99 pund.

Co-op hefur lækkað verð sitt á Cazanove Grand Apparat Champagne úr 30 pundum og niður í 15 pund.

Samkvæmt fréttinni hefur kampavínssalan í Bretlandi minnkað töluvert í kreppunni og eru vonast verslunarmenn til að hleypa lífi í hana með þessum verðlækkunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×