SPILAR Á FJÖGUR HLJÓÐFÆRI OG FORELDRARNIR Í SINFÓ 10. október 2009 04:00 gummzter Rapparinn Gummzter gefur út sína fyrstu plötu 22. október næstkomandi.fréttablaðið/gva Sautján ára rappari sem kallar sig Gummzter gefur á næstunni út sína fyrstu plötu, Erkiengill. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því foreldrar hans eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég er í aðeins öðruvísi stefnu en þau, en tónlist er tónlist,“ segir Gummzter, eða Guðmundur Snorri Sigurðsson. Foreldrar hans eru píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari. Anna sendi einmitt frá sér plötu fyrir stuttu sem kom út á vegum útgáfufyrirtækis eiginmannsins, Musis, og fékk hún fullt hús stiga í Morgunblaðinu. Plata Guðmundar kemur einnig út hjá fyrirtækinu og því má með sanni segja að fjölskyldan haldi vel á spöðunum hvað tónlistina varðar. Guðmundur er yngstur í fjögurra systkina hópi og sá eini sem hefur lagt tónlistina fyrir sig. Hin þrjú eru öll önnum kafin í rallíkrossi og Guðmundur útilokar ekki að spreyta sig á því þegar hann hefur aldur til. Átta ára byrjaði hann að spila á hljóðfæri eftir að hafa verið hvattur til þess af foreldrum sínum. Hann lærði á harmóniku, píanó, klarinett og rafmagnsgítar en það var ekki fyrr en hann fór að semja sína eigin texta að hip-hopið tók völdin. Tónlistarstefnan hefur verið í nokkurri lægð undanfarið og því vill Gummzter breyta. „Það er voðalega lítill markaður fyrir þetta á Íslandi en maður verður að vera aktívur svo að orðið komist út,“ segir hann og nefnir Eminem og Promo sem sína helstu áhrifavalda. Erkiengil tók hann upp í 23 daga lotu í 12 til 14 tíma á dag með aðstoð félaga síns Tonis. Einnig komu við sögu gestasöngvararnir Delta, Prins Leó, Spek og Ragnheiður Erla, sem eru öll úr Mosfellsbænum eins og þeir Guðmundur og Toni. Sextán lög eru á plötunni, þar á meðal hið grípandi Svona á mér að líða, sem hefur notið töluverðra vinsælda. Með plötunni fylgir 24 blaðsíðna bæklingur með textum og ljósmyndum sem Guðmundur lagði mikla vinnu í. Útgáfudagur plötunnar er 22. október og verður hún fáanleg í Skífunni, 12 Tónum og Smekkleysu.freyr@frettabladid.is Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Sautján ára rappari sem kallar sig Gummzter gefur á næstunni út sína fyrstu plötu, Erkiengill. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því foreldrar hans eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég er í aðeins öðruvísi stefnu en þau, en tónlist er tónlist,“ segir Gummzter, eða Guðmundur Snorri Sigurðsson. Foreldrar hans eru píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari. Anna sendi einmitt frá sér plötu fyrir stuttu sem kom út á vegum útgáfufyrirtækis eiginmannsins, Musis, og fékk hún fullt hús stiga í Morgunblaðinu. Plata Guðmundar kemur einnig út hjá fyrirtækinu og því má með sanni segja að fjölskyldan haldi vel á spöðunum hvað tónlistina varðar. Guðmundur er yngstur í fjögurra systkina hópi og sá eini sem hefur lagt tónlistina fyrir sig. Hin þrjú eru öll önnum kafin í rallíkrossi og Guðmundur útilokar ekki að spreyta sig á því þegar hann hefur aldur til. Átta ára byrjaði hann að spila á hljóðfæri eftir að hafa verið hvattur til þess af foreldrum sínum. Hann lærði á harmóniku, píanó, klarinett og rafmagnsgítar en það var ekki fyrr en hann fór að semja sína eigin texta að hip-hopið tók völdin. Tónlistarstefnan hefur verið í nokkurri lægð undanfarið og því vill Gummzter breyta. „Það er voðalega lítill markaður fyrir þetta á Íslandi en maður verður að vera aktívur svo að orðið komist út,“ segir hann og nefnir Eminem og Promo sem sína helstu áhrifavalda. Erkiengil tók hann upp í 23 daga lotu í 12 til 14 tíma á dag með aðstoð félaga síns Tonis. Einnig komu við sögu gestasöngvararnir Delta, Prins Leó, Spek og Ragnheiður Erla, sem eru öll úr Mosfellsbænum eins og þeir Guðmundur og Toni. Sextán lög eru á plötunni, þar á meðal hið grípandi Svona á mér að líða, sem hefur notið töluverðra vinsælda. Með plötunni fylgir 24 blaðsíðna bæklingur með textum og ljósmyndum sem Guðmundur lagði mikla vinnu í. Útgáfudagur plötunnar er 22. október og verður hún fáanleg í Skífunni, 12 Tónum og Smekkleysu.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira