Beint lýðræði Jón Sigurðsson skrifar 30. september 2009 06:00 Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun