Formúla 1

Button: Sigur liðsheildarinnar

Button fagnar í Istanbúl í dag.
Button fagnar í Istanbúl í dag. mynd: getty images

Bretinn Jenson Button er með 26 stiga forskot í stigamótinu eftir kappaksturinn í Tyrklandi. Hann hefur unnið 6 af 7 mótum ársins.

"Ég vilid óska þess að ég hefði getað verið með allt Brawn liðið á verðlaunapallinum með mér. Þetta er sigur liðsheildarinnar, öllum sem vinna á brautinni og í Brawn fyrirtækinu í Bretlandi og hjá Mercedes í Briwworth. Við sýndum styrk bílsins og vélarinnar og lögðum Red Bull að velli", sagði Button í dag.

"Það er frábært að vinna mótið á þann hátt sem við gerðum í dag. Ég náði góðu starti, þó ég væri á skítugri hluta ráslínunnar. Það var mikilvægt fyrir mig að ná að halda öðru sætinu í gegnum fyrstu beygjurnar. Vettel gerði síðan mistök eftir nokkrar beygjur og ég skaust framúr", sagði Button.

Hann keppir á heimavelli á Silverstone brautinni um aðra helgi, en sú braut verður notuð í síðasta skipti, en fyrsti kappakstur ársins fór fram á brautinni árið 1950.

Sjá ítarefni um Button








Fleiri fréttir

Sjá meira


×