Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum 15. júní 2009 08:55 Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira