Bréf frá Noregi 13. október 2009 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave Bréf hefur borizt frá forsætisráðherra Noregs. Þar segir meðal annars: „Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um lánveitingu í nóvember fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd sem hafa helzt orðið fyrir vanefndum íslenzka innlánstryggingasjóðsins veiti lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld gangist við í þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Noregsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að veita ríkisábyrgð vegna lánsins. - Meðferð íslenzkra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir miklu fyrir styrkleika stöðugleikaáætlunarinnar. - Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland mikilvægir." Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug. Nú hafa þjóðir Evrópu sett sér ýmis markmið í innbyrðis samskiptum og er nærtækast að líta á samninginn um Efnahagssvæði Evrópu. Í upphafi inngangsins segir að samningsaðilar séu sannfærðir um „að Evrópskt efnahagssvæði muni stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda; ÁRÉTTA að höfuðáherzla er lögð á náin samskipti Evrópubandalagsins, aðildarríkja þess og EFTA-ríkjanna, sem grundvallast á nálægð, sameiginlegu gildismati frá fornu fari og evrópskri samkennd." Hér er skírskotað til náinna samskipta, friðar, lýðræðis, mannréttinda og sameiginlegs gildismats. Forsenda náinna samskipta er að talað sé skýrt; með óljósu orðalagi er í raun verið að dylja fjarlægð. Áður en komið er að öðrum gildum væri það vinsemdarbragð að forsætisráðherra Noregs svaraði skýrt eftirfarandi spurningum: 1. Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild. 2. Að svo miklu leyti sem álitaefni kunna að vera um skyldur íslenzka ríkisins vegna einhvers konar ávirðinga í samskiptum við Breta og Hollendinga - hvers vegna hefur Íslendingum verið synjað um að fá slík álitaefni lögð fyrir dóm? Gott væri að fá það skýrt hvort afstaða forsætisráðherra Noregs sé í samræmi við þau fyrirheit um evrópska - og þá væntanlega norræna - samkennd á grundvelli þeirra gilda sem upp eru talin. Íslenzk stjórnvöld verða hér að ganga eftir skýrum svörum. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave Bréf hefur borizt frá forsætisráðherra Noregs. Þar segir meðal annars: „Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um lánveitingu í nóvember fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd sem hafa helzt orðið fyrir vanefndum íslenzka innlánstryggingasjóðsins veiti lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld gangist við í þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Noregsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að veita ríkisábyrgð vegna lánsins. - Meðferð íslenzkra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir miklu fyrir styrkleika stöðugleikaáætlunarinnar. - Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland mikilvægir." Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug. Nú hafa þjóðir Evrópu sett sér ýmis markmið í innbyrðis samskiptum og er nærtækast að líta á samninginn um Efnahagssvæði Evrópu. Í upphafi inngangsins segir að samningsaðilar séu sannfærðir um „að Evrópskt efnahagssvæði muni stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda; ÁRÉTTA að höfuðáherzla er lögð á náin samskipti Evrópubandalagsins, aðildarríkja þess og EFTA-ríkjanna, sem grundvallast á nálægð, sameiginlegu gildismati frá fornu fari og evrópskri samkennd." Hér er skírskotað til náinna samskipta, friðar, lýðræðis, mannréttinda og sameiginlegs gildismats. Forsenda náinna samskipta er að talað sé skýrt; með óljósu orðalagi er í raun verið að dylja fjarlægð. Áður en komið er að öðrum gildum væri það vinsemdarbragð að forsætisráðherra Noregs svaraði skýrt eftirfarandi spurningum: 1. Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild. 2. Að svo miklu leyti sem álitaefni kunna að vera um skyldur íslenzka ríkisins vegna einhvers konar ávirðinga í samskiptum við Breta og Hollendinga - hvers vegna hefur Íslendingum verið synjað um að fá slík álitaefni lögð fyrir dóm? Gott væri að fá það skýrt hvort afstaða forsætisráðherra Noregs sé í samræmi við þau fyrirheit um evrópska - og þá væntanlega norræna - samkennd á grundvelli þeirra gilda sem upp eru talin. Íslenzk stjórnvöld verða hér að ganga eftir skýrum svörum. Höfundur er lagaprófessor.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun