Erlent

Bólívíumenn ræna mexíkóskri flugvél

Flugvöllurinn í Mexikó borg. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Flugvöllurinn í Mexikó borg. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Flugræningjar sem eru taldir vera frá Bólivíu rændu mexíkóskri flugvél með hundrað farþegum innanborðs samkvæmt BBC. Vélin var á leiðinni til Cancun í Mexíkó þegar ræningjarnir létu til skara skríða. Vélinni var þá snúið til Mexíkó-borgar þar sem hún lenti.

Samkvæmt mexíkóskum fréttamiðlum þá eru þrír bólivískir flugræningjar um borð. Þeir munu vera vopnaðir sprengjum og hafa hótað að sprengja vélina í loft upp fái þeir ekki að ræða við forseta Mexíkó, Felipe Calderon.

Haft hefur verið eftir lögreglu að mennirnir hafi límt sprengjurnar á líkama sinn.

Hluta af farþegunum hafa verið veitt frelsi en ekki er ljóst hversu margir hafa stigið frá borði. Alls voru 104 um borð ásamt áhöfn vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×