Golf

Þrumur og eldingar í aðalhlutverki í Slóveníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið á EM áhugamanna í golfi.
Íslenska kvennalandsliðið á EM áhugamanna í golfi. Mynd/Golfsamband Íslands

Íslensku stelpunum tókst ekki að ljúka fyrsta hring á EM áhugamanna í golfi sem fer nú fram í Bled í Slóveníu. Leik var frestað vegna veðurs en mikil rigning, þrumur og eldingar eru á vellinum.

Allar íslenskur stelpurnar voru farnar út á völl en þær voru komnar mislangt. Tinna Jóhannsdóttir var sú eina af þeim sem náði að ljúka leik en Eygló Myrra Óskarsdóttir náði aðeins að klára fyrstu tvær holurnar áður en leik var frestað.

Þrumuveðrið spillti einnig fyrir íslenska hópnum í gær en liðstjóri íslenska liðsins varð þá að fresta æfingahring stelpnanna.

Skor íslensku stelpnanna í dag:

Valdís Þóra Jónsdóttir GL, 2 undir pari (eftir 7 holur)

Signý Arnórsdóttir GK, á pari (eftir 16 holur)

Eygló Myrra Óskarsdóttir GO, 1 yfir pari (eftir 2 holur)

Ragna Ólafsdóttir GK, 2 yfir pari (eftir 15 holur)

Ólafía Kristinsdóttir GR, 3 yfir pari (eftir 5 holur)

Tinna Jóhansdóttir GK, 5 yfir pari (eftir 18 holur)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×