Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson og eiginkona hans Arna Einarsdóttir eignuðust sitt þriðja barn í gær þegar hraustlegur drengur kom í heiminn. Fyrir áttu þau fimm ára stelpu og fjögurra ára gamlan strák.
Í dag skrifar Dagur á Facebook-síðu sína: „Stór og hraustlegur drengur kom í heiminn í gær - föstudaginn 14. ágúst kl. 14.06. Allt gekk einsog í sögu. Arna ótrúleg. Og stóra systir og stóri bróðir tóku litla manninum einstaklega vel.“
