Innlent

Annþór laus af Litla Hrauni

Annþór Kristján Karlsson.
Annþór Kristján Karlsson.

Annþór Kristján Karlsson lauk afplánun á þriggja ára fangelsisdómi sínum síðast liðinn mánudag og er því laus úr fangelsi. Annþór hlaut þriggja ára dóm fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann barði rúmliggjandi mann til óbóta með kylfu. Fyrir verknaðinn sat Annþór inni í tvö ár. Hann var síðan handtekinn fyrir smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni í hinu svokallða UPS-hraðsendingarmáli.

Þegar Annþór var handtekinn í tengslum við það mál var hann á reynslulausn og þurfti því að afplána eftirstöðvarnar af fyrri fangelsisdómi. Þeirri afplánun er nú lokið og því gengur hann laus.

Fyrir smyglið hlaut Annþór fjögurra ára fangelsisdóm í héraði en áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Ekki er búið að taka málið fyrir í Hæstarétti og því er niðurstöðu þaðan beðið.

Frægt var þegar Annþór slapp úr afplánun eftir að hann var handtekinn vegna smyglsins. Þá var hann í fagnaklefa á Hverfisgötu en náði að sleppa með því að brjóta glugga og síga niður í bandi sem hann fann á ganginum. Eftir nokkra leyti á höfuðborgarsvæðinu fannst hann síðan inni í skáp hjá félaga sínum í Mosfellsbæ.

Í nýlegu viðtali við Annþór sem birtist í Íslandi í dag sagðist hann meðal annars vera breyttur maður. Hann sæi sjálfan sig fyrir sér á Spáni þegar afplánun lyki þar sem hann myndi líklega fara í byggingariðnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×