Feitustu plöturnar fyrir jól 29. október 2009 04:00 Sting er enn að. Eins og hér stíla plötuútgefendur erlendis upp á að mæta með burðugar hljómplötur á síðustu mánuðunum fyrir jól. Nokkrar plötur sem eru vænlegar til að gera góða hluti á vinsældalistum og hjá gagnrýnendum eru handan við hornið. Dr. Gunni kannaði málið. Margir listamenn eiga traustan aðdáendahóp. Því mun Sting örugglega hitta í mark þegar hann kemur með plötuna If on a Winter's Night. Platan mun vera á ljúfu nótunum og í þjóðlagagír. Þetta er fyrsta sólóplata Stingsins í þrjú ár og jafnlengi hefur Robbie Williams beðið með að koma með nýja plötu. Nú mætir hann með Reality Killed the Video Star. Plötuna gerir hann með Trevor Horn, en hann samdi einmitt lagið Video Killed the Radio Star, sem titill plötu Robbies vitnar í. Talandi um uppkomna strákapoppara þá kemur Ronan Keating með nýja plötu fyrir jól og hljómsveitin Westlife kemur með tíundu stúdíóplötuna sína, Where We Are. Rapparinn 50 Cent er svo enn að og kemur með plötuna Before I Self Destruct. MjólkaðFyrsta sólóplatan Er Susan Boyle komin til að vera?Lengi má mjólka gömul vinsæl bönd. Live at Reading er upptaka með Nirvana frá tónleikum sveitarinnar 1992. Pakkinn kemur bæði út sem CD og DVD. Líkt og Nirvana er hljómsveitin The Doors sívinsæl hjá ungu leitandi fólki. Síðustu fjórum tónleikum The Doors árið 1970 hefur nú verið troðið á sex diska og eru kræsingarnar seldar í boxi. Í mjólkurdeildina má einnig setja söngkonuna Susan Boyle, sem varð heimsfræg í kjölfarið á því að Simon Cowell missti andlitið yfir henni í þættinum Britain's Got Talent. Þessi 49 ára söngkona kemur með sína fyrstu plötu, I Dreamed a Dream. Þar tekur hún fjölbreytt efni, allt frá popplögum eins og „Daydream Believer" og yfir í Heims um ból. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort platan verður smellur eða hvellur. RokkiðSólóplata Julian Casablancas úr The Strokes.Weezer er traust í rokkpoppinu. Sjöunda platan heitir Raditude og er væntanleg á næstu vikum. Ástralska hljómsveitin Wolfmother sló í gegn 2005 með traust og gamaldags rokk á plötu samnefndri sveitinni. Söngvarinn og gítarleikarinn Andrew Stockdale er nú eini upphaflegi meðlimur Wolfmother og kynnir til sögunnar þrjá nýja meðlimi á plötunni Cosmic Egg. Að sögn er New York-sveitin The Strokes alltaf að gaufast í nýrri plötu, en sú síðasta kom út 2006. Fyrsta sólóplata Julian Casablancas söngvara, Phrazes for the Young, er væntanleg. Fyrstu plötunnar með súpergrúppunni Them Crooked Vultures er svo beðið með óþreyju. Hljómsveitin er skipuð Dave Grohl, Josh Homme og John Paul Jones. Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Eins og hér stíla plötuútgefendur erlendis upp á að mæta með burðugar hljómplötur á síðustu mánuðunum fyrir jól. Nokkrar plötur sem eru vænlegar til að gera góða hluti á vinsældalistum og hjá gagnrýnendum eru handan við hornið. Dr. Gunni kannaði málið. Margir listamenn eiga traustan aðdáendahóp. Því mun Sting örugglega hitta í mark þegar hann kemur með plötuna If on a Winter's Night. Platan mun vera á ljúfu nótunum og í þjóðlagagír. Þetta er fyrsta sólóplata Stingsins í þrjú ár og jafnlengi hefur Robbie Williams beðið með að koma með nýja plötu. Nú mætir hann með Reality Killed the Video Star. Plötuna gerir hann með Trevor Horn, en hann samdi einmitt lagið Video Killed the Radio Star, sem titill plötu Robbies vitnar í. Talandi um uppkomna strákapoppara þá kemur Ronan Keating með nýja plötu fyrir jól og hljómsveitin Westlife kemur með tíundu stúdíóplötuna sína, Where We Are. Rapparinn 50 Cent er svo enn að og kemur með plötuna Before I Self Destruct. MjólkaðFyrsta sólóplatan Er Susan Boyle komin til að vera?Lengi má mjólka gömul vinsæl bönd. Live at Reading er upptaka með Nirvana frá tónleikum sveitarinnar 1992. Pakkinn kemur bæði út sem CD og DVD. Líkt og Nirvana er hljómsveitin The Doors sívinsæl hjá ungu leitandi fólki. Síðustu fjórum tónleikum The Doors árið 1970 hefur nú verið troðið á sex diska og eru kræsingarnar seldar í boxi. Í mjólkurdeildina má einnig setja söngkonuna Susan Boyle, sem varð heimsfræg í kjölfarið á því að Simon Cowell missti andlitið yfir henni í þættinum Britain's Got Talent. Þessi 49 ára söngkona kemur með sína fyrstu plötu, I Dreamed a Dream. Þar tekur hún fjölbreytt efni, allt frá popplögum eins og „Daydream Believer" og yfir í Heims um ból. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort platan verður smellur eða hvellur. RokkiðSólóplata Julian Casablancas úr The Strokes.Weezer er traust í rokkpoppinu. Sjöunda platan heitir Raditude og er væntanleg á næstu vikum. Ástralska hljómsveitin Wolfmother sló í gegn 2005 með traust og gamaldags rokk á plötu samnefndri sveitinni. Söngvarinn og gítarleikarinn Andrew Stockdale er nú eini upphaflegi meðlimur Wolfmother og kynnir til sögunnar þrjá nýja meðlimi á plötunni Cosmic Egg. Að sögn er New York-sveitin The Strokes alltaf að gaufast í nýrri plötu, en sú síðasta kom út 2006. Fyrsta sólóplata Julian Casablancas söngvara, Phrazes for the Young, er væntanleg. Fyrstu plötunnar með súpergrúppunni Them Crooked Vultures er svo beðið með óþreyju. Hljómsveitin er skipuð Dave Grohl, Josh Homme og John Paul Jones.
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira