Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 10. júlí 2009 17:27 Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú standa tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. Óli Tynes, fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er staddur á Þingvöllum. „Ég stend hér vinstra megin við hótelið og skálinn með flata þakinu sem er vinstra megin við húsið er hruninn til grunna. Eldurinn hefur borist þaðan í burstahúsin og tvö þeirra standa nú á björtu báli," segir Óli. Reykjarmökkurinn berst marga kílómetra að sögn Óla. Fimm slökkvibílar eru á svæðinu en nú síðast barst aðstoð frá Hveragerði. Einnig hefur verið sendur körfubíll úr Reykjavík svo hægt sé að rjúfa þakið og dæla þaðan. „Þeir hafa nóg vatn úr Þingvallavatni og eru að bæta við slöngum út í vatnið. Það er voða erfitt um vik því eldurinn breiðist innan dyra. Það er voðalega erfitt fyrir þá að ráða við þetta," segir Óli. Greiðlega gekk að koma gestum hótelsins út en eldsupptök liggja ekki fyrir. Tengdar fréttir Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú standa tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. Óli Tynes, fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er staddur á Þingvöllum. „Ég stend hér vinstra megin við hótelið og skálinn með flata þakinu sem er vinstra megin við húsið er hruninn til grunna. Eldurinn hefur borist þaðan í burstahúsin og tvö þeirra standa nú á björtu báli," segir Óli. Reykjarmökkurinn berst marga kílómetra að sögn Óla. Fimm slökkvibílar eru á svæðinu en nú síðast barst aðstoð frá Hveragerði. Einnig hefur verið sendur körfubíll úr Reykjavík svo hægt sé að rjúfa þakið og dæla þaðan. „Þeir hafa nóg vatn úr Þingvallavatni og eru að bæta við slöngum út í vatnið. Það er voða erfitt um vik því eldurinn breiðist innan dyra. Það er voðalega erfitt fyrir þá að ráða við þetta," segir Óli. Greiðlega gekk að koma gestum hótelsins út en eldsupptök liggja ekki fyrir.
Tengdar fréttir Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45
Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41
Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33
Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01