Lið þeirra Margrétar Láru Viðarsdóttur og Dóru Stefánsdóttur náðu bæði að landa góðum sigrum í sænska boltanum í dag.
Lið Margrétar, Linköpings, lagði Kopparbergs/Göteborg, 1-0. Margrét Lára lék síðustu 20 mínútur leiksins.
Malmö, lið Dóru, vann 1-0 útisigur gegn Hammarby. Dóra kom af bekknum á 65. mínútu.
Linköpings í öðru sæti sænsku deildarinnar en Malmö í því fjórða.