Fótbolti

Kamerún komið á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.

Liðin halda áfram að týnast inn á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku næsta sumar. Nú síðast var það Kamerún sem tryggði sig inn á mótið.

Kamerún lagði Marokkó, 2-0, með mörkum frá Achille Webo og Samuel Eto´o. Sigurinn dugði til að klára dæmið.

Gabon hefði getað stolið sætinu af Kamerún ef þeir hefðu misstigið sig en af því varð ekki.

Kamerún byrjaði riðrilinn illa og var á botninum eftir tvo leiki. Þá tók Paul LeGuen við landsliðinu og í kjölfarið hrökk liðið í gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×