Innlent

Dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd úr safni.

Karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn nýtti sér ölvun og svefndrunga konu og hafði við hana samræði þegar hún var áfengisdauð.

Glæpurinn átti sér stað í júlí á síðasta ári. Konan fór heim með manninum sem var kunningi kærasta hennar. Hún vaknaði um nóttina þegar maðurinn var að nauðga henni. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði frosið, svo sofnað aftur.

Maðurinn túlkaði þetta sem samþykki fyrir kynmökunum. Dómurinn taldi það ólíklegt að maðurinn hefði ekki gert sér grein fyrir því að konan væri áfengisdauð þegar hann hóf kynmökin.

Daginn eftir sendi svo maðurinn konunni eftirfarandi skilaboð í gegnum Myspace-síðu: sæl, fórst þú eitthvað snemma í gær? ÞETTA er bara á milli okkar er þaggi?".

Maðurinn vildi í fyrstu ekki kannast við að hafa sent skilaboðin. Hann reyndist svo tvísaga í málinu. Konan þótti trúverðug og margt benti til þess að framburður hennar væri áreiðanlegur.

Maðurinn var því dæmdur í átján mánaða fangelsi óskilorðsbundið fyrir brotið og að auki er honum gert að greiða konunni sex hundruð þúsund krónur í skaðabætur auk þess að greiða lögfræði- og málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×