Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf 13. október 2009 09:44 Kimi Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf um helgina. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira