Lífið

Skinkur og hnakkar eiga heima í orðabók

Mörður Árnason fagnar því að Íslendingar framleiði slangur úr íslenskum orðum.
Mörður Árnason fagnar því að Íslendingar framleiði slangur úr íslenskum orðum.
„Það sem er skemmtilegt við þessi tvö orð er að þau eru íslensk,“ segir íslenskufræðingurinn Mörður Árnason.

Slangrið „skinka“ hefur farið eins og eldur í sinu um íslenskt tungumál undanfarin misseri. Slangrið er að ná hæðum „hnakkans“ sem sló í gegn fyrir rúmum áratug og lifir ennþá góðu lífi. „Skinka“ er nokkurs konar kvenkyns „hnakki“. Sólbrún, stífmáluð og oftar en ekki með fatastíl sem skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Mörður segir að slangur sem lifi jafn góðu lífi og til dæmis „hnakki“ eigi heima í íslenskri orðabók.

„Það gæti vel orðið. Ef það væri orðabókaútgáfa núna, íslensk orðabók eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir hann. „„Hnakki“ myndi að minnsta kosti rata inn sem slanguryrði. Orðið er nokkuð lífseigt þó að hópurinn sé kannski kominn á aldur.“

Mörður fagnar því að íslensk orð séu notuð í þessum tilgangi. „Burtséð frá hvað orðin þýða og hverju þau lýsa í menningunni og samfélaginu þá er þetta algjörlega eðlilegt,“ segir hann. „Það er mjög fínt að það verði sköpun í tungunni og að í hópum verði til sérmál – sumt af því verður almennt slangur.“ - afb
Peter Andre Hefðbundinn hnakki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.