Miklu meiri lokaúrslitareynsla í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2009 14:30 Systurnar Hildur og Guðrún Arna Sigurðardætur hafa leikið 19 leiki hvor í lokaúrslitum. Mynd/Vilhelm Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum) Dominos-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira