Lífið

Minnist hrunsins og Lennons

Oscar býr til afmælismerki með hjálp Facebook.
Oscar býr til afmælismerki með hjálp Facebook.
Grafíski hönnuðurinn Oscar Bjarnason hefur í frístundum sínum búið til afmælismerki fyrir vini og kunningja á Facebook. Núna eru merkin orðin 42 talsins og hafa John Lennon og íslenska hrunið fengið sitt merkið hvort.

„Ég er að fá pantanir fram í tímann, sem er nokkuð fyndið,“ segir Oscar. „Það fyrsta sem ég gerði var fyrir Geira vin minn. Það var fyrir löngu síðan og gert í gríni en þetta er farið út í tóma vitleysu núna, þetta er bara endalaust,“ segir Oscar og hristir hausinn. „En það er bara gaman að þessu.“

Oscar hefur það sem reglu að eyða helst ekki meira en tíu mínútum í hvert merki. Notfærir hann sér Face­book til að sjá hver á afmæli í hvert sinn. „Ef það gengur rosalega illa má alveg fara kortér í þetta því annars er maður farinn að vanda sig og þá verður þetta ekki jafnskemmtilegt.“ Hann skemmti sér vel við John Lennon-merkið sem hann lauk við á dögunum. „Ég sá í fréttunum að það var verið að kveikja á friðarsúlunni og mundi að hann átti afmæli um daginn. Það var ekki mikil pæling á bak við þetta.“

Oscar er margverðlaunaður hönnuður. Hann var á meðal átta sérfræðinga sem heimasíða dagblaðsins New York Times leitaði álits hjá um nýtt merki hjá leigu­bílum New York-borgar. Japanski fataframleiðandinn UNIQLO keypti einnig af honum merki hans Systm fyrir fatalínu sína. - fb
hrunið Oscar bjó til merki til minningar um árs afmæli hrunsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.