Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa nú mest af lúxusvörum í London

Auðugir Kínverjar eru í auknum mæli að koma í staðinn fyrir Rússa og Araba sem mestu viðskiptavinir og lúxus- og merkjavörum í fínustu verslunarhverfum London. Það er einkum veiking pundsins gagnvart yuan sen veldur þessu kaupæði meðal Kínverjanna.

 

Í umfjöllun um málið í blaðinu Daily Mail segir að sumar af verslununum séu farnar að ráða starfsfólk sem getur talað kínversku til að auka þjónustuna við þessa efnuðu viðskiptavini.

 

Opinberar upplýsingar benda til að umfang kaupa Kínverja í breskum verslunum hafi þre- til fjórfaldast á einu ári. Á sama tíma hafa kaup Rússa minnkað um 27%. Hinsvegar kaupa Rússar meira í einu en Kínverjar, þ.e. fyrir tæp 1.300 pund að meðaltali á hvern einstakling á móti rúmlega 970 pundum Kínverjanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×