Brasilískur dómsmálaráðherra vill til Íslands út af glæpamanni Valur Grettisson skrifar 20. ágúst 2009 14:24 Hosmany Ramos. Brasilíski dómsmálaráðherrann, Romeu Tuma Junior sagði í þarlendum fjölmiðlum að hann væri tilbúinn til þess að koma til Íslands ef það liðkaði fyrir framsali lýtalæknisins Hosmany Ramos sem var handtekinn á Leifsstöð fyrir um viku síðan. Hosmany kom til Íslands á vegabréfi bróður síns en yfirvöld áttuðu sig á blekkingunni. Í kjölfarið var Hosmany dæmdur í fimmtán daga fangelsi hér á landi og dvelur í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Hosmany var dæmdur árið 1981 í Braslilíu fyrir stórfelld fíkniefnasmygl á milli Brasilíu og Bandaríkjanna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að myrða flugmann. Hosmany er lýtalæknir að mennt og einhver frægast fangi Brasilíu. Hann var í slagtogi við fótboltagoðsögnina Péle og fleiri fyrirmenni í Brasilíu á níunda áratugnum. Hann flúði Brasilíu í upphafi þessa árs en hann hefur skrifað bækur um vondan aðbúnað í brasilískum fangelsum. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu sökum gagnrýni sinnar á fangelsismálin þar í landi. Romeu Tuma segir í brasilískum fjölmiðlum að hann hafi óskað eftir framsali Hosmany á miðvikudaginn síðasta. Enginn framsalssamningur er á milli Ísland og Brasilíu. Romeu útilokar því ekki að skipta á íslenskum föngum, sem eru að minnsta kosti þrír, fyrir Hosmany. Brasilísk yfirvöld gerðu síðast slíkan samning við yfirvöld í Mónakó. Þá var bankamaðurinn Salvatore Cacciola framseldur til Brasilíu. Utanríkisráðuneytið á enn eftir að taka ákvörðun um framhald málsins. Hugsanlegt er að Hosmany verði vísað úr landi til Noregs þaðan sem hann kom til Íslands en hann var á leiðinni til Kanda þegar hann var handsamaður. Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira
Brasilíski dómsmálaráðherrann, Romeu Tuma Junior sagði í þarlendum fjölmiðlum að hann væri tilbúinn til þess að koma til Íslands ef það liðkaði fyrir framsali lýtalæknisins Hosmany Ramos sem var handtekinn á Leifsstöð fyrir um viku síðan. Hosmany kom til Íslands á vegabréfi bróður síns en yfirvöld áttuðu sig á blekkingunni. Í kjölfarið var Hosmany dæmdur í fimmtán daga fangelsi hér á landi og dvelur í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Hosmany var dæmdur árið 1981 í Braslilíu fyrir stórfelld fíkniefnasmygl á milli Brasilíu og Bandaríkjanna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að myrða flugmann. Hosmany er lýtalæknir að mennt og einhver frægast fangi Brasilíu. Hann var í slagtogi við fótboltagoðsögnina Péle og fleiri fyrirmenni í Brasilíu á níunda áratugnum. Hann flúði Brasilíu í upphafi þessa árs en hann hefur skrifað bækur um vondan aðbúnað í brasilískum fangelsum. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu sökum gagnrýni sinnar á fangelsismálin þar í landi. Romeu Tuma segir í brasilískum fjölmiðlum að hann hafi óskað eftir framsali Hosmany á miðvikudaginn síðasta. Enginn framsalssamningur er á milli Ísland og Brasilíu. Romeu útilokar því ekki að skipta á íslenskum föngum, sem eru að minnsta kosti þrír, fyrir Hosmany. Brasilísk yfirvöld gerðu síðast slíkan samning við yfirvöld í Mónakó. Þá var bankamaðurinn Salvatore Cacciola framseldur til Brasilíu. Utanríkisráðuneytið á enn eftir að taka ákvörðun um framhald málsins. Hugsanlegt er að Hosmany verði vísað úr landi til Noregs þaðan sem hann kom til Íslands en hann var á leiðinni til Kanda þegar hann var handsamaður.
Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira