Verður vítakeppni á Valsvellinum? ÓMar Þorgeirsson skrifar 25. júlí 2009 09:00 Það má búast við hörkuleik hjá Val og Stjörnunni. Mynd/Stefán Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan. Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan.
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira