Handbolti

Gróttumenn upp í fimmta sætið eftir fyrsta heimasigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gróttumaðurinn Anton Rúnarsson.
Gróttumaðurinn Anton Rúnarsson. Mynd/Valli
Grótta vann 25-24 sigur á Stjörnunni í N1 deild karla í handbolta í kvöld en Garðbæingar voru nærri því búnir að stela stigi í lokin. Grótta var með góða forustu lengi, 12-9 yfir í hálfeik og sex mörkum yfir þegar seinni hálfeikur var hálfnaður.

Þetta var fyrsti heimasigur nýliðanna í vetur en Grótta hafði tapað fyrstu tveimur heimaleikjum sínum á móti HK (22-27) og Akureyri (21-22) og öll fjögur stig liðsins höfðu komið í hús á útivelli. Grótta komst með þessum sigri upp fyrir HK í 5. sætið en Kópavogsliðið á leik inni.

Finnur Ingi Stefánsson skoraði 6 mörk fyrir Gróttu en þeir Anton Rúnarsson, Atli Rúnar Steinþórsson og Jón Karl Björnsson skoruðu allir 5 mörk hver.

Þórólfur Nielsen skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna en næstir honum komu þeir Kristján Kristjánsson og Eyþór Magnússon með þrjú mörk hvor.

Grótta - Stjarnan 25-24 (12-9)



Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 6/0 (9/1), Anton Rúnarsson 5 (5), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Jón Karl Björnsson 5/3 (9/4), Arnar Teodórsson 3 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (6), Halldór Ingólfsson 0 (4).

Varin skot: Gísli Guðmundsson 15/1

Hraðaupphlaup: 3 (Anton 2, Finnur)

Fiskuð víti: 5 (Páll Þórólfsson 2, Arnar, Atli, Anton)

Utan vallar: 4 mínútur

Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 8/2 (11/2), Kristján Svan Kristjánsson 3 (3), Björn Friðriksson 3 (4), Eyþór Magnússon 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Jón Arnar Jónsson 2 (4), Vilhjálmur Halldórsson 1 (2), Tandri Konráðsson 1 (2), Guðmundur Guðmundsson 1/0 (6/1), Roland Eradze 0 (1).

Varin skot: Roland Eradze 7, Svavar Ólafsson 2.

Hraðaupphlaup: 4 (Kristján 2, Daníel, Vilhjálmur)

Fiskuð víti: 3 (Eyþór 2, Kristján)

Utan vallar: 8 mínútur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×