Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið 26. nóvember 2009 11:58 Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þannig hafi skuldatryggingaálag írska ríkisins þannig farið úr 140 punktum í 159 punkta á tímabilinu og Grikklands úr 141 punkti í 193 en þetta eru þau tvö ríki Evrópu sem eru næst hinu íslenska í skuldatryggingaálagi. Hækkun skuldatryggingaálags íslenska ríkisins núna í október er ekkert einsdæmi né meira en hefur verið hjá öðrum þjóðum að meðaltali á tímabilinu. Hækkunin tengist því ekki sérstökum innlendum þáttum ef frá er talin áhrifin af lækkun Moody´s á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í Baa3 11. október síðastliðinn en skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkaði nokkuð við þá frétt. Eftir umtalsverða lækkun frá upphafi árs náði skuldatryggingaálag íslenska ríkisins lægsta gildi sínu á árinu í upphafi október. Var álagið 977 punktar í upphafi árs en var eins og áður segir komið í 338 punkta í upphafi mánaðarins. Endurspeglaði lækkunin á tímabilinu fyrst og fremst að áhættufælni á fjármálamörkuðum heimsins var á undanhaldi. Lækkun áhættuálagsins mátti þó einnig rekja til þeirra áfanga sem hér höfðu náðst á tímabilinu við uppbyggingu innlends efnahagslífs eftir að banka- og gjaldeyriskreppan skall á í fyrra. Hlutfallsleg lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs var þannig talsvert meiri á þessu tímabili en að jafnaði varð á slíku álagi á alþjóðamörkuðum. Enn er skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands það hæsta meðal þróaðra ríkja í Evrópu. Af ríkjum heims er íslenska ríkið með sjöunda hæsta skuldatryggingaálagið en hæst eru Úkraína með 1423 punkta álag, Venesúela með 1127 punka álag, Argentína með 927 punkta álag, Pakistan með 688 punkta álag og Lettland með 548 punkta álag. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þannig hafi skuldatryggingaálag írska ríkisins þannig farið úr 140 punktum í 159 punkta á tímabilinu og Grikklands úr 141 punkti í 193 en þetta eru þau tvö ríki Evrópu sem eru næst hinu íslenska í skuldatryggingaálagi. Hækkun skuldatryggingaálags íslenska ríkisins núna í október er ekkert einsdæmi né meira en hefur verið hjá öðrum þjóðum að meðaltali á tímabilinu. Hækkunin tengist því ekki sérstökum innlendum þáttum ef frá er talin áhrifin af lækkun Moody´s á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í Baa3 11. október síðastliðinn en skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkaði nokkuð við þá frétt. Eftir umtalsverða lækkun frá upphafi árs náði skuldatryggingaálag íslenska ríkisins lægsta gildi sínu á árinu í upphafi október. Var álagið 977 punktar í upphafi árs en var eins og áður segir komið í 338 punkta í upphafi mánaðarins. Endurspeglaði lækkunin á tímabilinu fyrst og fremst að áhættufælni á fjármálamörkuðum heimsins var á undanhaldi. Lækkun áhættuálagsins mátti þó einnig rekja til þeirra áfanga sem hér höfðu náðst á tímabilinu við uppbyggingu innlends efnahagslífs eftir að banka- og gjaldeyriskreppan skall á í fyrra. Hlutfallsleg lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs var þannig talsvert meiri á þessu tímabili en að jafnaði varð á slíku álagi á alþjóðamörkuðum. Enn er skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands það hæsta meðal þróaðra ríkja í Evrópu. Af ríkjum heims er íslenska ríkið með sjöunda hæsta skuldatryggingaálagið en hæst eru Úkraína með 1423 punkta álag, Venesúela með 1127 punka álag, Argentína með 927 punkta álag, Pakistan með 688 punkta álag og Lettland með 548 punkta álag.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira