Innlent

Brasilíski lýtalæknirinn kostar ríkið milljónir

Hosmany Ramos.
Hosmany Ramos.
Kostnaður hins opinbera vegna brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos hleypur á milljónum króna. Hosmany var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í ágúst en hann er eftirlýstur í Brasilíu.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að útgjöld hins opinbera við fanga sé um það bil 24 þúsund krónur á sólarhring en gæsluvarðhaldsfangar kosti meira. Það fari þó eftir máli viðkomandi fanga.

„Hefðbundinn kostnaður við fanga er um það bil 24 þúsund krónur á sólarhring. Það sem bætist við eru ferðir lögreglu og fangavarða til og frá dómi, í skýrslutöku, til lækna og annarra aðila. Það eru aldrei færri en tveir fangaverðir eða tveir lögreglumenn með hverjum manni," segir Páll.

Setið 109 daga í varðhaldi

Hosmany hefur setið í gæsluvarðhaldi í 109 daga. Kostnaður ríkisins vegna þess er því að minnsta kosti 2,6 milljónir króna. Sjálfur hefur Hosmany sagt að íslensk fangelsi séu eins og hótel í samanburði við fangelsi í heimalandi sínu.

Yfirvöld hafa til meðferðar hælisbeiðni Hosmany og framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda. Á meðan situr hann í gæsluvarðahaldi sem Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ítrekað framlengt. Þeim úrskurðum hefur Hosmany alltaf áfrýjað til Hæstaréttar. Útlendingastofnun synjaði hælisbeiðni Hosmany 23. október og er málið nú í greinargerðafresti hjá lögmanni hans. Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið tekur afstöðu til framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda þegar endaleg ákvörðun liggur fyrir varðandi hælisbeiðnina.

Því er ljós að ýmis útgjöld, fyrir utan kostnað fangelsismálayfirvalda, hefur nú þegar fallið á ríkið vegna Hosmany í dómskerfinu og stjórnsýslunni.



Hlaut 24 ára fangelsisdóm


Hosmany hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi vera heima yfir jólin en snéri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum.

Það var síðan 9. ágúst sem Hosmany var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi.




Tengdar fréttir

Enn beðið eftir framsalsgögnum vegna Ramos

Smári Sigurðsson yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir að viðeigandi gögn vegna framsals á Brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi hafi ekki enn borist. Yfirvöld í Brasilíu hafa staðfest að þau muni krefjast framsals á Ramos en hann var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi hér á landi. Ramos mun losna úr haldi þann 11.september.

Framsalsgögnin komin - farið fram á gæsluvarðhald í dag

Dómsmálaráðuneytinu hafa borist framsalsgögn frá brasilískum stjórnvöldum vegna lýtalæknisins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns Ramos verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í 30 daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun.

Brasilískur flóttamaður frjáls eftir viku

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns.

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðahald yfir Hosmany

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir brasilíska lýtalækninum Ramos Hosmany en hann kom hingað til lands í ágúst á vegabréfi bróður síns. Hann var að koma frá Noregi og á leiðinni til Kanada þegar tollgæslan stöðvaði för hans. Ramos var í kjölfarið dæmdur í 30 daga fangelsi hér á landi fyrir að framvísu vitlausu vegabréfi.

Ramos úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald

Brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald um leið og hann lauk 30 daga afplánun. Fangelsisdóminn hlaut hann fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. Brasilísk stjórnvöld hafa farið fram á að Ramos verði framseldur til Brasilíu.

Hælisbeiðni Hosmany hafnað

Útlendingastofnun hefur hafnað hælisumsókn brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Hann hyggst kæra niðurstöðuna. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið tekur innan skamms afstöðu til beiðni yfirvalda í Brasilíu sem vilja að Hosmany verði framseldur til heimalandsins.

Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi

Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur.

Skrifaði bók um föður framsalsbeiðanda

Dómsmálaráðuneytið hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Hosmany Ramos sem hefur verið hér á landi síðan í haust. Lögmaður Hosmanys, Hilmar Ingimundarson, hefur andmælt því fyrir hönd skjólstæðings síns.

Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi

Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning.

Brasilískur dómsmálaráðherra vill til Íslands út af glæpamanni

Brasilíski dómsmálaráðherrann, Romeu Tuma Junior sagði í þarlendum fjölmiðlum að hann væri tilbúinn til þess að koma til Íslands ef það liðkaði fyrir framsali lýtalæknisins Hosmany Ramos sem var handtekinn á Leifsstöð fyrir um viku síðan.

Hosmany áfram í gæsluvarðhaldi

„Gæsluvarðhaldið er endalaust framlengt,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Hosmany var framlengdur um tvær vikur í dag eins og heimilt er, að sögn Hilmars.

Úrskurðar að vænta í máli Hosmany

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið tekur á næstu dögum afstöðu til beiðni yfirvalda í Brasilíu sem vilja að brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos verði framseldur til heimalandsins.

Hosmany áfram í haldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Brasilíumanninum Ramos Hosmany en hann hefur verið í haldi síðan hann kom til landsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×